Culture Moves Europe tengir saman fólk sem starfar að listum og menningu í Evrópu

15.4.2025

Culture Moves Europe tengir saman fólk sem starfar að listum og menningu í Evrópu og þann 3. apríl var haldið upp á þriggja ára afmæli Culture Moves.

  • Umfangsmesta menningarstyrkjaáætlun til einstaklinga í Evrópu
  • 7.000 listamenn og menningarstarfsfólk tóku þátt í ævintýrinu
  • 40 þátttökuríki Creative Europe með sjö sviðum skapandi greina
  • Inngilding og sjálfbærni aðlagað að þörfum skapandi greina
  • Einfalt umsóknarkerfi
  • Miðað er að því að stuðningur við menningu séu réttindi en ekki forréttindi.
  • Samstarf yfir landamæri en fyrst og fremst vinátta, verkefni og hugmyndir sem verða til við þessar heimsóknir.

Culture Moves Europe styður menningarferðir listafólks vítt og breitt og eruþátttökuríkin 40. Styrkir eru veittir til einstaklingsferða á öllum menningarsviðum; arkitektúr, menningararfi, hönnun, fatahönnun, bókmenntum, tónlist, myndlist og sviðslistum.
Í fyrsta áfanga verkefnisins eða frá 2022 til 2025 hefur 21 milljón evra verið veitt af Creative Europe áætluninni og Goethe-Institut hefur séð um framkvæmd.
Um sjö þúsund listamenn hafa notið styrkja og 40 lönd hafa boðið þá velkomna til dvalar. Farareyrir er 350 evrur og dagpeningar 75 evrur á dag og geta einstaklingar dvalið í allt að þrjá mánuði á einum stað utan heimalands. Ef um hópferð er að ræða eða allt að fimm manns þá er dagafjöldinn 7-21 dagur. Styrkir hafa verið veittir til íslensks menningar- og listafólks til að fara utan en einnig hafa lista og menningarhús tekið við evrópskum gestum skapandi greina.

Culture Moves Europe verður framhaldið um mitt ár 2025.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica