Culture Moves Europe ferðastyrkir

28.11.2024

Ferðastyrkir eru veittir til listafólks og menningarstarfsfólks í Evrópu. Árið 2024 fengu tveir íslenskir listamenn ferða- og uppihaldsstyrki til Amsterdam og Dublin og nokkrir evrópskir listamenn sóttu Ísland heim.

Umsækjendur þurfa að tilheyra einu af eftirfarandi sviðum: 

  • byggingarlist, 
  • menningararfi, 
  • hönnun, 
  • bókmenntum,
  • tónlist, 
  • myndlist,
  • sviðslistum,

Skilyrði: Einn áfangastaður, eitt verkefni og einn samstarfsaðili í Evrópu. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Lengd ferðar: fyrir einstaklinga: 7-40 dagar, fyrir 2-5 manna hópa: 7 - 14 dagar.
Ferðastyrkur er 350 evrur og uppihald er 75 evrur á dag.

Umsóknarfrestur er 30. nóvember 2024 

Umsóknarfrestir fyrir listasmiðjur verða auglýstir fyrri hluta árs 2025.

Nánari upplýsingar um ferðastyrki








Þetta vefsvæði byggir á Eplica