Creative Europe úthlutanir 2024
Á þessu ári fengu íslenskir þátttakendur um 3,1 milljón evra í styrki í Creative Europe.
Á þessu ári fengu íslenskir þátttakendur samtals 3,1 milljón evra í styrki í Creative Europe:
- 1,5 milljón evra til menningarverkefna og
- 1,6 milljónir evra til MEDIA, kvikmynda og tölvuleikja eða samtals um 461 milljón króna.
MEDIA 2024 yfirlit:
Nítján umsóknir voru sendar inn í mismunandi sjóði og er búið að birta niðurstöður helmings þeirra umsókna.
Af átta umsóknum í sjónvarpsjóðinn fengu þrjár úthlutun eða 500.000 evrur hver.
Umsækjandi fékk styrk til sýndarveruleika-verkefnis 56.000 evrur og kvikmyndahátíð fékk 45.000 evrur.
Samtals fær MEDIA 1.6 milljónir evra.
Fyrirtækin eru:
- Saga Film, sjónvarpsþáttaröðin Tákn, 500.000 evrur
- Glassriver, sjónvarpsþáttaröðin Flóðið 500.000 evrur
- Sameinuðu íslensku kvikmyndaveldin, þáttaröðinin Reykjavík fusion 500.000 evrur
- RIFF kvikmyndahátíð 45.000 evrur
- Huldufugl framleiðslustyrkur 56.000 evrur
Menning/Culture 2024 yfirlit:
Þrjár samstarfsumsóknir með íslenskri verkstjórn voru sendar inn í samstarfsverkefnissjóð/co-operation projects og fékk verkefni Einkofa menningarfyritæksins hæsta styrk til þessa eða 1.000.000 evrur.
Fjórir íslenskir þátttakendur í samstarfsverkefnum hlutu styrki en umsækjendur voru 21.
Samtals eru styrkupphæðir til þessara fimm verkefna 1.488.000 evrur.
Culture Moves Europe áætlunin styrkti tvo íslenska listamenn til ferða/náms og ein listasmiðja fékk styrk til að taka á móti evrópskum listamönnum.
Evrópsku bókmenntaverðlaunin (European Union prize for Literature) veittu Maríu Elísabetu Bragadóttur rithöfundi viðurkenningu á árinu.
Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun ESB styrkir og eflir menningarlega fjölbreytni í Evrópu.
Áætlunin skiptist í þrjár meginstoðir:
1. MEDIA kvikmynda- og margmiðlunarverkefni
2. Menningu, verkefni á sviði menningar og skapandi greina
3. Þveráætlun, samvinna þvert á skapandi greinar