Creative Europe umsóknarfréttir vor 2023

18.4.2023

Í MEDIA í janúar og mars 2023 fóru þrjár umsóknir íslenskra umsækjenda í sjónvarpssjóðinn og sjóð til að styrkja kvikmyndahátíðir. 

Í undirbúningi eru nokkrar umsóknir í samþróunarsjóð með umsóknarfrest þann 26. apríl,  sjónvarpssjóðinn með umsóknarfrest 16. maí og þróun verkefnapakka (Mini-Slate) með umsóknarfrest 1. júní nk.

Í Menningu/Culture voru umsóknarfrestir í mars og 5 samstarfsumsóknir með hérlendum stjórnendum voru sendar inn og 13 íslenskar menningarstofnanir voru í meðumsækjendur umsókna með evrópskum félögum. Ein umsókn var send inn frá íslenskum bókaútgefanda til að þýðinga. Niðurstöður liggja að jafnaði fyrir fjórum mánuðum eftir umsóknarfrest. Næstu umsóknarfrestir til samstarfsverkefna eru á fyrra hluta árs 2024.

Nánar um umsóknarfresti

 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica