Creative Europe styrkir bókmenntaþýðingar

31.3.2022

Áætlunin veitir útgefendum styrki til þýðinga, kynninga og dreifinga skáldverka til annarra landa. Næsti umsóknarfrestur er 31. maí 2022. 

Markmiðið er að auka dreifingu og fjölbreytileika evrópskra bókmenntaverka með því að hvetja til þýðinga og kynninga á bókum á minni málsvæðum. Þar á meðal eru öll tungumál sem eru opinberlega viðurkennd í aðildarríkjum ESB, fyrir utan ensku, þýsku, frönsku, spænsku (kastílísku) og ítölsku.

Samtök sem starfa í útgáfu- og bókageiranum geta sótt um þýðinga- og dreifingarstyrki. Umsóknin þarf að innifela að minnsta kosti fimm skáldverk. Einnig er hægt að sækja um styrki til að liðka fyrir sölu á þýðingarrétti í Evrópu og víðar. Vinsamlegast athugið að einstaklingar geta ekki sótt um styrki.

Eftirfarandi atriði skipta máli í mati á umsóknum:

  • Verkefnisumsóknin styðji við þýðingar frá minni málsvæðum Evrópu
  • Dreifingin taki mið af auðveldu aðgengi fyrir almenning
  • Markaðssetning miði að því að ná til nýrra markhópa
  • Verkefnin auki á samvinnu höfunda, þýðenda, útgefenda, bóksala, bókasafna, bókmenntahátíða o.fl
  • Evrópuár unga fólksins 2022 sem og  forgangsatrið ESB hafa vægi við gerð umsókna

Umsóknarfrestur til 31. maí 2022 kl 15:00 (17:00 CET).








Þetta vefsvæði byggir á Eplica