Creative Europe styrkir bókaútgefendur

11.11.2024

Styrkir eru veittir til bókaútgefenda til þýðinga, dreifingar og kynningar á evrópskum bókmenntum. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2025.

Styrkir eru veittir til bókaútgefenda til þýðinga, dreifingar og kynningar á evrópskum bókmenntum. Öll tungumál eru gild (IOS). Skilyrði er að höfundaverk séu frá þátttökulöndum Creative Europe. Stefnt er að stuðningi við minnst 40 verkefni. Einstök félög geta sótt um eða í félagi við aðra bókaútgefendur.

Upphæðir styrkja:

  • Þýðingar á minnst 5 verkum, hægt að sækja um allt að 100.000 evrur
  • Þýðingar á minnst 11 verkum, hægt að sækja um allt að 200.000 evrur
  • Þýðingar á minnst 21 verki, hægt að sækja um allt 300.000 evrur
Styrkframlag er 60% og lengd verkefna allt að 3 ár.

Rafrænn upplýsingafundur fyrir umsækjendur/bókaútgefendur verður haldinn 9. janúar 2025 nk. kl. 9:00 hjá Rannís, Borgartúni 30.

Markmið:

  • Kynna fjölbreytta flóru bókmennta frá öðrum málsvæðum.
  • Styðja við þýðendur og þeirra framlag.
  • Styrkja dreifingu og kynningu til að tryggja gott aðgengi að evrópskum bókmenntaverkum og stækka lesendahópinn.
  • Hvetja til samvinnu mismunandi aðilja, höfunda, þýðenda, útgefenda, bóksala, bókasafna, bókmenntahátíða o.fl.

Nánari upplýsingar um styrk








Þetta vefsvæði byggir á Eplica