Creative Europe samstarfsverkefni 2025 – leit að evrópsku samstarfi
Evrópsk samvinna í Creative Europe er grunnþáttur áætlunarinnar þess vegna skiptir máli að samstarfið sé frá upphafi gjöfult.
Til að finna evrópskar lista og menningarstofnanir í leit að að samstarfsfélögum er gott að kynna sér: Tækifæri til að tengjast evrópskum félögum og fara af stað í evrópskt samstarf.
Á listanum eru hugmyndir að samstarfsverkefnum frá 11 löndum með umsóknarfresti 13. maí 2025.
Samstarf þarf að byggja á verkefnum a.m.k. þriggja landa og hægt er að sækja um allt að 200.000 evrur. Ef a.m.k. fimm lönd eru í samstarfi er hægt að sækja um allt að 1.000.000 evra og í 10 landa samstarfi er hægt að sækja um allt að 2.000.000 evra.
Nánari upplýsingar um samstarfsaðila er að finna hjá: Ragnhildi Zoëga