Creative Europe 2021 desemberfrétttir
Öflug íslensk þátttaka - Creative Europe ný menningaráætlun ESB hóf göngu sína á árinu og gildir til 2027. Áætlað umfang Creative Europe næstu 7 árin er um 2.44 milljarðar evra.
Texti fréttabréfs:
Creative Europe styrkir skapandi greinar með áherslu á menningarlega fjölbreytni og viðbrögð við áskorunum sem menning og listir standa frammi fyrir. Sérstök áhersla verður lögð á stafrænar og grænar lausnir. Áætlað umfang Creative Europe næstu 7 árin er um 2.44 milljarðar evra.
Áherslur Creative Europe:
- Styðja við, þróa og kynna fjölbreytileika evrópskrar menningar og menningararfleifðar frá öllum málsvæðum.
- Auka samkeppnishæfni og hagræna möguleika menningargeirans með sérstaka áherslu á kvikmyndir og margmiðlun.
Áherslur Creative Europe:
- Styðja við, þróa og kynna fjölbreytileika evrópskrar menningar og menningararfleifðar frá öllum málsvæðum.
- Auka samkeppnishæfni og hagræna möguleika menningargeirans með sérstaka áherslu á kvikmyndir og margmiðlun.
Creative Europe/MEDIA - kvikmyndir og margmiðlun:
Hörkuþátttaka í áætlunum MEDIA - Átta umsóknir voru sendar inn á haustmánuðum. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn stóðu sig með mikilli prýði í undangenginni umsóknarlotu MEDIA. Þrátt fyrir að umsóknargögn bærust seint í júní voru alls átta umsóknir sendar í fimm sjóði áætlunarinnar á tímabilinu 12. ágúst - 17. nóvember. Sótt var um u.þ.b. 1,5 milljónir evra. Það verður spennandi og lærdómsríkt að fylgjast með hvernig þessum umsóknum farnast, en svör fara að berast í byrjun nýs ár og birtist niðurstaða á heimasíðu sjóðsins.
MEDIA þróunarsjóður, minni verkefnapakki - Development Mini – Slate 2-3 verkefnapakkar. Þrátt fyrir skamman frest náðu þrjú íslensk fyrirtæki að senda inn umsóknir fyrir þróun átta verkefna. Upphæðir styrkja fara eftir tegund verkefna:
55 - 100 þúsund evrur fyrir sjónvarpsþáttaraðir.
55 - 60 þúsund evrur fyrir teiknimyndir
45 - 60 þúsund evrur fyrir bíómyndir
30 - 35 þúsund evrur fyrir heimildamynd
MEDIA þróunarsjóður, stærri verkefnapakki - Slate development: Á skilafresti fór inn ein umsókn og var sótt um þróun á fimm verkefnum. Þar gilda sömu reglur um upphæðir styrkja eftir tegund verkefna og hjá Mini – Slate verkefnapökkum.
MEDIA framleiðslustyrkur til stuttmyndagerðar - Eitt fyrirtæki sótti um framleiðslustyrk á stuttmynd, sem er liður í því að hjálpa ungum kvikmyndagerðarmönnum að fá reynslu í faginu. Upphæð styrks er alltaf 10 þúsund evrur.
MEDIA Evrópsk samþróunarverkefni - European co-development er nýr umsóknarflokkur hjá CE/MEDIA. Tvær íslenskar umsóknir bárust til samþróunarverkefna með framleiðendum frá öðrum Evrópulöndum. Hægt er að sækja um allt að 60 þúsund evur fyrir hvorn framleiðanda, eða 120 þúsund evrur að hámarki.
MEDIA sjónvarp og rafrænt streymi - Ein umsókn barst í sjónvarssjóð CE/MEDIA frá Íslandi.
MEDIA festivals - Ein umsókn barst í sjóð sem styrkir kvikmyndahátíðir.
Umsóknarfrestir fyrir árið 2022 birtast í janúar og febrúar
Creative Europe /Menning
Fjórir umsóknarfrestir voru í ágúst og september í eftirfarandi flokkum: menningarverkefnum /bókmenntaþýðingum/netum og platforms. Þar var stuttur frestur og síðbúin birting á umsóknargögnum. Einn umsækjandi frá Íslandi leiddi net-umsókn og annar sótti um sem verkefnisstjóri í menningarsamstarfi. Tólf íslenskir aðilar voru þátttakendur í menningarsamstarfsumsókn.
Samstarfsverkefni skiptast í 3 flokka eftir fjölda samstarfslanda:
- Minnst 3 Evrópulönd í samstarfi og hægt að sækja um allt að 200.000 evra ,
- Minnst 5 Evrópulönd og hægt að sækja um allt að milljón evra
- Minnst 10 Evrópu lönd í samstarfi og hægt að sækja um allt að 2 milljónir evra.
Tvær íslenskar stofnanir taka þátt í European platforms umsókn. Engin þátttaka var í flokki bókmenntaþýðinga að þessu sinni.
Skoða vef áætlunarinnar Culture and Creativity
Markmið áætlunarinnar:
- Að styrkja listrænt og menningarlegt samstarf á Evrópuvísu.
- Að styðja við útrás evrópskrar menningar með áherslu á hagrænan og félagslegan ávinning. Að leggja sérstaka áherslu á nýsköpunarverkefni sem ná mikilli útbreiðslu.
- Að ýta undir nýsköpun, sjálfbærni og samkeppnishæfni í Evrópu.
Áhersla á þverfaglegar nýjungar og aukið samstarf milli menningargreina:
Ýtt undir fjölbreytt, sjálfstætt og margbreytilegt miðlaumhverfi / fjölmiðlalæsi. Á þann hátt er stutt við listrænt tjáningarfrelsi, þvermenningarleg samskipti og jöfn tækifæri.
Creative Europe styrkir verkefni sem nýtast til að styðja við ýmis stefnumál framkvæmdastjórnar ESB eins og t.d. grænar lausnir (Green Deal), jöfn tækifæri, sjálfbærni og jafnrétti kynjanna.
Tækifæri innan áætlunarinnar
Creative Europe skiptist í þrjár meginstoðir:
- MEDIA (kvikmynda- og margmiðlunarverkefni),
- Menningar-verkefni á sviði menningar og skapandi greina, og
- Þveráætlun samvinna þvert á skapandi greinar og nær einnig yfir fjölmiðla.
- I-portunus veitir ferðastyrki til listamanna og gestgjafa listamanna. Iportunus.eu
Margvíslegar evrópskar menningarviðurkenningar:
- Bókmenntir/European prize for literature
- Byggingarlist /EU prize for contemporary Architecture – The Mies van der Rohe award
- Menningararfleifð/ Europa Nostra
- Evrópskar menningarborgir/European capitals of culture
- Tónlist/Music Moves Europe Effe labebl o.fl.
Hverjir geta sótt um?
Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um til Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og /eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
Umsóknarfrestir fyrir árið 2022 birtast í janúar og febrúar