CE/MEDIA - þróun minni verkefna (Mini Slate Funding)

22.4.2023

Skilafrestur er 1. júní næstkomandi og er um áhugaverðan kost að ræða fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki.

Einungis framleiðslufyrirtæki frá mjög litlum löndum geta sótt um í sjóðinn. Hægt að sækja um styrk til þróunar fyrir 2-3 verkefni í einu. Þá er hægt að bæta við “pakkann” stuttmynd, sem ætti að gagnast næstu kynslóð kvikmyndagerðarfólks.

Framleiðslufyrirtæki þurfa að vera opinberlega skráð og framleiða kvikmyndir. Að auki verður fyrirtækið að hafa framleitt eftir árið 2016, amk. 24 mínútna teiknimynd, leikna kvikmynd, heimildarmynd sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsi, sjónvarpi, eða á stafrænum miðli (digital platform), sem starfar á viðskiptalegum grundvelli.

Þá verða þær myndir sem fyrirtækið hefur framleitt að hafa farið í dreifingu til amk þriggja landa til viðbótar við heimalandið.

Framleiðslufyrirtækið verður að vera aðalframleiðandi (Delegate Producer) á myndinni, til að mega sækja um, meðframleiðendur megi ekki sækja um.

Fyrirtæki sem hefur ekki enn framleitt mynd, má sækja um ef að einn eigenda þess eða framkvæmdastjóri hefur persónulega kredit sem framleiðandi (Producer eða Delegate Producer). Sanna þarf að framkvæmdastjóri hafi starfað sem slíkur með launaseðlum. Einungis framleiðendur (producer) eða aðalframleiðandur (Delegate producer) mega sækja um.

Að uppfylltum þessum skilyrðum, má sækja um undirbúning til mynda sem eru: amk. 

60 mínútna leikin kvikmynd, heimildarmynd eða teiknimynd fyrir sýningu í kvikmyndahúsi, amk 90 mínútna sjónvarpsmynd eða sjónvarpsþáttaröð, 24 mínútna teiknimynd, 50 mínútna skapandi heimildarmynd sem verða sýndar í sjónvarpi eða á stafrænum miðli (digital platform).

Myndirnar mega ekki fara í framleiðslu fyrr en tíu mánuðum eftir skilafrestinn, þ.e.a.s. eftir 1. apríl 2024.

Áður en lagt er af stað, er betra að lesa fyrst umsóknargögnin og endilega hringja til að fá leiðbeiningar - æskilegt er að nota orðaforðann í umsóknargögnunum í umsókninni. 

Allar MEDIA umsóknir eru auglýstar í MEDIA umsóknagáttinni: Til að finna MEDIA þarf að setja inn ofarlega til vinstri í leitarreit “Type your keywords” og skrifa þar Creative Europe. Þá birtast öll umsóknargögn bæði fyrir MEDIA og Culture.
Hægt er að fá aðstoð við gerð umsókna og skráningu fyrirtækj í gagnagrunn ESB og við gerð umsókna.

MEDIA umsóknagátt 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica