Auglýsing um umsóknarfresti evrópskra samstarfsverkefna Creative Europe
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2025.
Leitað er eftir nýsköpun á öllum sviðum skapandi greina, til dæmis tækninýjungar og leiðir til að nálgast mismunandi markhópa, þjóðfélagshópa, dreifðar byggðir og miðlun milli landa í Evrópu.
- Samstarfsverkefni (Small scale) minnst þrjú samstarfslönd og styrkur allt að 200.000 evrur, 80% framlag
- Samstarfsverkefni (Medium scale) minnst fimm samstarfslönd og styrkur allt að 1.000.000 evrur, 70% framlag
- Samstarfsverkefni (Large scale) minnst 10 samstarfslönd og styrkur allt að 2.000.000 evrur, 60% framlag.
Verkefni geta varað í allt að 48 mánuði.
Nánari upplýsingar um umsóknarfresti
Fyrir hverja:
Stofnanir, félög og fyrirtæki á sviði menningar og skapandi greina. Verkefni hafi skýra evrópska tengingu/evrópska vídd, enda kjarni áætlunar.
Annað tveggja markmiða komi fram í verkefnisumsókn:
- Evrópskt samstarf í sköpun og miðlun evrópskrar menningar og lista, auk þess að koma listafólki á framfæri landa á milli.
- Nýsköpun, evrópskar skapandi greinar styrki og næri hæfileikafólk sem leiði til atvinnusköpunar og vaxtar.
Umsækjendur eru hvattir að til að hefja undirbúning sem fyrst vegna umsókna í sjóðinn.
Ýmsar leiðir eru til að finna samstarfsfélaga, oft er tengslanet þegar til staðar en einnig er hægt að skoða þau verkefni sem hafa verið styrkt og leita þar að samstarfsfélögum:
Nánari upplýsingar um styrkt verkefni
Þá er EEN Enterprise Europe Network með evrópska leitarsíðu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Kynningarfundnir verða haldnir í byrjun febrúar og verða auglýstir þegar nær dregur.