Bókasafnasjóður

bokasafnasjodur(hja)rannis.is

Fyrir hverja?

Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög og reglur bókasafnasjóðs ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.

Til hvers?

Sjóðurinn skal efla starfsemi bókasafna. Sjóðurinn styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna innanlands og utan.

Umsóknarfrestur vegna 2024 úthlutunar var 15. mars 2024, kl 15:00.

Við úthlutun styrkja árið 2024 njóta forgangs umsóknir sem tengjast markmiðum bókasafnalaga (6.gr) um að efla lestraráhuga og upplýsingalæsi.

ENSenda fyrirspurn

Hvert er markmiðið?

Hlutverk bókasafnasjóðs samkvæmt VI. kafla bókasafnalaga nr. 150/2012  og reglum bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna, m.a. alþjóðleg samstarfsverkefni sem bókasöfn sem falla undir lögin taka þátt í.

Hverjir geta sótt um?

Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög geta sótt um styrki, ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.

Hvað er styrkt?

Styrkir Bókasafnasjóðs skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rekstrar og umsýslu bókasafna, né til verkefna sem þegar hafa átt sér stað. Bókasafnaráð metur umsóknir og notast við sérstakan matskvarða bókasafnasjóðs . Upphæðir og og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins, fjölda umsókna og gæðum þeirra.

Skilyrði úthlutunar

Umsóknum skal skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Styrkir úr Bókasafnasjóði eru veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki til verkefna sem taka lengri tíma en eitt ár.

Hafi umsækjandi þegið styrk úr Bókasafnasjóði áður þarf að liggja fyrir loka- eða áfangaskýrsla um framkvæmd fyrra verkefnis til að ný umsókn komi til greina.

Hlutverk Rannís

Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu bókasafnasjóðs fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Nánari upplýsingar

 
  Ragnhildur Zoëga, s. 515 5838
  Óskar Eggert Óskarsson, s. 515 5839

  Tekið er á móti fyrirspurnum á
  bokasafnasjodur(hja)rannis.is







Þetta vefsvæði byggir á Eplica