Stjórn Miðstöðvar barnamenningar er jafnframt stjórn Barnamenningarsjóðs. Matsnefnd skipuð þremur stjórnarmönnum, þ.á.m. formanni, metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum sjóðsins, eins og þeim er lýst í reglum sjóðsins og matskvarða .
Við mat á umsóknum er stjórn heimilt að leita umsagnar sérfræðinga, gerist þess þörf. Allir þeir aðilar sem koma að afgreiðslu og mati umsókna eru bundnir þagnarheiti. Sjóðurinn fylgir almennum reglum um vanhæfi. Öllum umsækjendum er svarað með tölvupósti. Þegar úthlutun liggur fyrir er birt fréttatilkynning um styrkþega á heimasíðu Rannís.
Við bendum á að samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.
Úthlutað er úr sjóðnum á degi barnsins, síðasta sunnudag í maí.