Sviðslistasjóður

svidslistasjodur(hja)rannis.is

Fyrir hverja?
Atvinnusviðslistahópa.

Til hvers?
Veittir eru styrkir til einstakra verkefna.

Úthlutun.
Að jafnaði liggur úthlutun fyrir í janúar ár hvert.

Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð 2025
Umsóknarfrestur er 1. október 2024, kl 15:00. 


Umsækjendum er bent á eftirfarandi breytingar:

  • Að öðru jöfnu skulu styrkþegar nýta styrki sína innan 30 mánaða (í stað 18 mánaða áður / 4. og 7. gr í uppfærðum reglum ).
  • Uppfærður matskvarði 


  • Opið fyrir umsóknir: Innskráning gegnum Ísland.is
  • Senda fyrirspurn

    EN

    Hvert er markmiðið?

    Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings sviðslistasjóði með það að markmiði að efla sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði.

    Hvað er styrkt?

    Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi. Sviðslistaráð úthlutar styrkjum til stuðnings atvinnusviðslistahópum, sbr. lög um sviðslistir 2019 nr. 165 .

    Lokaskýrsla/greinargerð

    Hafi umsækjandi áður fengið styrk af fjárveitingu til starfsemi atvinnuleikhópa skal það vera ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir afgreiðslu nýrrar styrkumsóknar að fyrir liggi skýrsla um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins. Sviðslistaráð getur kallað eftir frekari upplýsingum vegna umsóknar ef nauðsyn krefur.

    Hlutverk Rannís

    Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu sviðlistasjóðs fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis.

    Nánari upplýsingar

    • Óskar Eggert Óskarsson, s. 515 5839

    • Ragnhildur Zoëga, s. 515 5838

    • Tekið er á móti fyrirspurnum á svidslistasjodur(hja)rannis.is








    Þetta vefsvæði byggir á Eplica