Mennta- og barnamálaráðuneyti fer með yfirstjórn sjóðsins. Rannís annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna fyrir hönd ráðuneytis. Auglýst er eftir umsóknum um styrki tvisvar sinnum á ári: 15. febrúar og 15. október. Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.
Mikilvægt er að hafa í huga að við gerð kostnaðaráætlunar í eyðublaði að átt er við heildarkostnað verkefnisins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum sem sótt er um til Æskulýðssjóðs. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra skal tilgreina það í umsókn.
Mikilvægt er að fara vel yfir kostnaðaryfirlit áður en umsókn er send inn.
Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrslu fyrir áður veittum styrk hefur verið skilað.