Nýsköpunarþing 2017

Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var haldið fimmtudaginn 30. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:30-10:30. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 voru afhent á þinginu.

Þema þingsins í ár var Draumaland nýsköpunar

Kynnt var glæný úttekt á nýsköpunar­umhverfinu á Íslandi að fyrirmynd MIT tækniháskólans í Boston. MIT hefur þróað frumkvöðla­hraðal fyrir landsvæði sem kallaður er REAP (Regional Entrepreneurship Acceleration Program) og miðar að því að bæta umhverfi frumkvöðlastarfs. Ísland tekur þátt með því að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem styrkja umhverfið og skapa grunn fyrir öflugan og nýsköpunardrifinn frumkvöðlageira. Slík vinna ætti að leiða til fjölgunar á íslenskum þekkingarfyrirtækjum sem eru samkeppnisfær á alþjóðavísu.

Dagskrá

Formleg dagskrá hófst kl. 8:30 og lauk kl. 10:30.

  • Ávarp
    Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar
  • MIT REAP - frumkvöðlahraðall fyrir landsvæði               
    Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 
  • Innsýn í nýsköpun                                                                        
    Viðtöl við íslenska frumkvöðla
  • Lykilþættir MIT verkefnisins                                                   
    Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar VTR, viðskiptaþróun innri sölu hjá Marel
    Sækja kynningu (pdf)
  • Greining á frumkvöðlaumhverfi Íslands                            
    Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack
    Sækja kynningu (pdf)
  • Innsýn í nýsköpun                                                                        
    Viðtöl við íslenska frumkvöðla
  • MIT REAP - næstu skref og markmið                                    
    Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 
  • Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017                                        
    Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar
  • Tónlistaratriði

    Jana María Guðmundsdóttir

Fundarstjóri var Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Húsið opnaði kl. 8:00 með léttum morgunverði.


""              








Þetta vefsvæði byggir á Eplica