Á döfinni
Íþróttasjóður
ithrottasjodur(hja)rannis.is
Hvert er markmiðið?
Íþróttasjóður byggir á Íþróttalögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu
Hverjir geta sótt um?
Öll íþrótta- og ungmennafélög í landinu. Einnig þeir sem stunda rannsóknir á sviði íþrótta og lýðheilsu.
Hvað er styrkt?
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta;
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
- Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verðurlögð á verkefni sem stuðla að inngildingu í íþróttum
- Fjölbreytt verkefni sem hvetja ungt fólk sérstaklega til að taka þátt og hreyfa sig reglulega
- Íþróttarannsókna
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga
Skilyrði úthlutunar
Verkefnin þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga. Þar segir að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.
Nytsamir tenglar
Nánari upplýsingar
- Andrés Pétursson, s. 515 5833
- Tekið er á móti fyrirspurnum á ithrottasjodur(hja)rannis.is