Vizido: Taktu mynd til að muna - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.3.2018

Inspirally er hugbúnaðarlausn sem hjálpar skapandi fólki að vera í samvinnu og samskiptum um verkefnamyndir.

Inspirally með nýja útgáfu

  • Sprotafyrirtækið Inspirally ehf. var að senda frá sér nýja útgáfu af Inspiarally-lausninni.
  • Inspirally er hugbúnaðarlausn fyrir arkitekta og innanhússhönnuði.
  • Tækniþróunarsjóður hefur styrkt Inpirally ehf. ásamt fjármagni frá fjárfestum.
  • Stofnendur Inspirally eru Pétur Orri Sæmundsen, Erlendur Steinn Guðnason og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.
  • Stjórn Inspirally skipa Birta Flókadóttir, Þorsteinn B. Friðriksson og Erlendur Steinn Guðnason.

Heiti verkefnis: Vizido: Taktu mynd til að muna
Verkefnisstjóri: Pétur Orri Sæmundsen, Inspirally ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2 ár
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 164101

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Inspirally ehf. hóf starfsemi árið 2016 og hefur síðan þá þróað hugbúnaðarlausnir með fókus á myndir og samvinnu með myndir. Inspirally er hugbúnaðarlausn sem hjálpar skapandi fólki að vera í samvinnu og samskiptum um verkefnamyndir. Nú þegar eru arkitektar og innanhússhönnuðir byrjaðir að nota Inspirally til þess að einfalda samvinnu með myndir í sínum verkefnum. Inspirally-lausnin gerir notendum kleift að flokka og skipuleggja samskipti sín í kringum myndir á nýstárlegan hátt. Tækniþróunarsjóður hefur styrkt Inspirally ehf. með framlagi upp á 30 milljónir. Enn fremur komu inn fjárfestar árið 2017 sem sérhæfa sig í tæknifyrirtækjum.

Stofnendur Inspirally eru Pétur Orri Sæmundsen, Erlendur Steinn Guðnason og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri. Pétur stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri og var framkvæmdastjóri þar til hann snéri sér að Inspirally. Erlendur hefur víðtæka reynslu af stjórnun, hann var síðast framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stika og er formaður Samtaka sprotafyrirtækja.

Stjórn félagsins skipa Birta Flókadóttir tölvunarfræðingur og MBA, Þorsteinn B. Friðriksson viðskiptafræðingur og MBA og Erlendur Steinn Guðnason tölvunarfræðingur.

Nánari upplýsingar veitir:
Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri Inspirally, s. 893 1593, petur@inspirally.com.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica